Kreppa???

Á dauða mínum átti ég von en ekki þessum ósköpum sem yfir landið dundi í dag, jafnvel þó ég hafi fyrir nokkru líst áhyggjum mínum við félaga minn Óskar Helga. Því miður eigum við eftir að sjá dóminó áhrifin síðar, eflaust hægt og bítandi, það er farið að harðna á dalnum hjá bönkunum, okkur, og ég get bara ekki séð hvað þessir duglausu tindátar við austurvöllinn ætla að gera síðar, þegar skarinn fer að fá uppsagnarbrefin og fyrirtækin loka, hvert á fætur öðru, vona að ég hafi rangt fyrir mér. Það er nefnilega að koma núna berlega í ljós, þessi útrásarhroki nokkurra einstaklinga sem þótts hafa getað borið vit fyrir okkur hin, hversu skammtíma hugsanir þeirra og einræðistilburðir eru að gera fyrir okkur hin, koma hinum smáu samborgurum sínum í vanda sem þeir óskuðu ekki eftir. Kannski á hinn bóginn má segja að þarna sé um svo mikla fjármuni að ræða, að hreinlega ekki sé réttlætanlegt að ganga á milli bols og höfuðs á þeim, þ.e.a.s. að láta þessa aðila vera gjaldþrota, til þess séu of miklir hagsmunir í húfi, sem segir okkur að of langt hefur verið gengið gagnvart þeim, of mikil áhætta tekin. Eru eignatengslin ekki orðin of mikil hérna??? og hins vegar á að skoða hvort ekki séu hreinlega um sviksamlega starfsemi að ræða þegar fáir útvaldir einstaklingar geta hreinlega skammtað sér fjármuni í starfslokasamninga og þessháttar, svo hreinlega að fyrirtækin verða hreinlega í kröggum vegna þess, eimskip er gott dæmi, og þá mætti örugglega skoða hvað miklir fjármunir hafi verið teknir úr Glitni á s.l. 8-10 árum, eru eflaust dávænar fúlgur sem í dag hefðu örugglega skipt Glitni góðu máli. Get bara ekki séð í okkar fámenna sambýli hér að svona ofugreiðslur séu réttlætanlegar gagnvart almenningi, sem margir eiga í dag vart fyrir nauðsynjum, hvað þá öðru, og ég get ómögulega séð hvað ein persóna hefur með svo mikla peninga að gera að hann hefur ekki og getur ekki undir neinum kringumstæðum eytt milljörðum króna, nema hann eigi hlutabréf´i Glitni!! Væri hægt að gera margt annað fyrir svona peninga. Eins get ég ekki séð að þessir sömu menn séu tilbúnir að lækka hjá sér laun og annann bónus þegar illa árar, það gerist aldrei, þeir séu látnir endurgreiða, aldrei verður það, frekar verða hópuppsagnir til að þessir herramenn haldi sínu. Vona að allar hrakspár rætist ekki og ástandið lagist þó hægt fari.  En eitt er víst, að ef að fyrrverandi stjórnarformaður, Jón Ásgeir hefði verið við stjórnvöllinn, væru sennilega allir starfmenn bankans komnir með uppsagnarbréf, spariféð glatað, vegna þess að hann hefði ekki getað fyrir sitt litla líf getað farinn inn fyrir hússins dyr á seðlabankanum og óskað hjálpar. Starfsmenn Glitnis geta þakkað sínum sæla að við stjórnvölinn er annar stjórnandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband