16.10.2007 | 00:05
Mín skoðun!
Ég vild einungis segja mitt álit á þessari vansæmdarfærslum fv Borgarstjóra og hans kokkála, að svona eldamennska á met tíma hefur aldrei verið til sæmdar og segja má að slíkir kokkar hafa hingað til verið settir af, reknir með skömm og þarna kemur enn betur í ljós þeir vankantar og siðleysi sem hefur einkennt hinn íslenska stjórnmálamann í langan tíma. Er ekki kominn tími til að almenningur eigi kröfu á að þessi vanvirðing við okkur, taki enda? Það er skoðun mín að grundvallar þættir í samfélagi okkar verði í eigu okkar allra, ekki í höndum auðmanna eins og sjálfstæðismenn hafa leynt og ljós stemmt að. Orkan, heilbrigðisgeirinn, auðlindir hafsins, eiga að vera í okkar eigu. Er ekki nóg að við séum ofurseld þessum mönnum á öllum okkar eigum?? sbr. húsnæði og aðrar eignir. Ég er ekki tilbúinn að sjá peningamanninum verða hleypt fram fyrir mig né aðra á sjúkrahúsum landsins, vegna þess eins að hann á peningana, ég ekki. Hugsið ykkur af að sveitafélögin hefðu nú yfirráðavaldið yfir auðlindum sjávar, byggðir landsins stæðu í blóma, en þess í stað vaða einstakir kvótakóngar í nóg af seðlum sem þeir fengu að gjöf frá þjóðinni, þetta er ótrúlegt rugl! Eitt enn, það var verið að sýna frá umræðum á hinu háa alþingi er Steingrímur var að tala máli lítilmagnans, þ.e.a.s. öldruðum og öryrkjum, að sýnd var mynd úr sal og beindist nú myndavélin á forsætisráðherra en viti menn; áhuginn á málefninu í umræðunni var enginn, áhugi forsætisráðherra beindist að litlu símtæki í höndum hans, þar sem hann var að senda SMS, kannski til að staðfesta samning Orkuveitunnar og Geysir Green, hver veit, en þetta þykir mér vera afskapleg lágkúra af æðsta embættismanni þjóðarinnar og virðingarleysi við málefnið, því miður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.