Færsluflokkur: Bloggar

Pukur og baktjaldamakk!

Maður er hreinlega orðinn orðlaus yfir öllu þessu ands..... baktjaldamakki og pukurstarfsemi sem er og viðgengst hér á landi, sama hvert litið er. Það eru alltaf að koma meira og meira upp á yfirborðið hvernig "peningaplokkararnir" eru að fara með landslýð, eins og tuskudúkku. Hvað verður það næst?? Ég verð alltaf sannfærðari og sannfærðari að hér á landi fyrirfinnist enginn sem geti hreinlega rannsakað þessi mál, eignatengsl,krosstengsl og annarskonar tengst eru um allann völl. Ég get ekki séð að Gunnari Páli formanni VR sé hreinlega stætt í þeim stóli öllu lengur, og hann ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér formennsku núþegar og öðrum þeim embættum sem hann gegnir fyrir félagið, þetta er smánarblettur á félagið. Að hann skuli hafa verið að semja um kaup og kjör fyrir okkur er nöturlegt. Stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins á ekki ein að taka ákvörðun um traust, heldur á að boða til almenns félagsfundar og kjósa um það. Og hvað vitum við hvað menn hafa verið að gera við lífeyrissjóðina okkar?? Eru þeir ekki á svipuð nótum og bankar??? Held að nú sé tími kominn til að láta rannsaka þeirra hlið, takk fyrir. NÚNA takk og svo held ég að þessi ágæti lögmaður fyrri stjórnar Kaupþings ætti að leita að öðru starfi fyrir að upplýsa þá ekki um allar hugsanlegar málalyktir.


Hvernig er annað hægt???

Það er því miður ekkert skrítið FRK Þorgerður þar sem þið hafið hagað ykkur eins og að okkur komi þetta bara ekkert við, við eigum semsagt að sitja og þegja bara og taka því sem að okkur er rétt. Reyniði að koma fram við okkur eins og fólk, ekki sem einhv þræla ykkar, þó svo við erum það að vissu leyti, segið okkur bara sannleikann og reynið ekki að fela vini ykkar og bandamenn, sem eflaust hafa styrkt flokkana ríflega í gegnum tíðina, við eigum þetta ekki skilið af ykkar hendi, MUNDU að það koma kosningar hérna, hættið að skrökva.
mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg ráðstöfun

Maður hefði nú talið að þegar ákveðið er að slíta ákveðnum hlutum, til að finna út verðmæti, séu hlutirnir seldir og þá stendur ákveðin tala. Ég held að "eigendur" ættu að spyrja afhverju slíkt var ekki gert?? Áttu þessir aðilar eitthvert meira tilefni en aðrir til að ávaxta pundið meira??? tel þetta vera rannsóknar vert.
mbl.is Óljóst með virði Giftar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru efndirnar???

Er ekki kominn tími til að viðskiptaráðherra standi við orð sín varðandi tryggingu á sparifé landsmanna sem ekki hafa fengið nema hluta greiddann!! Maðurinn lætur hafa eftir sér að allt fé verði tryggt og að allir geti fengið fé sitt til baka, en annað virðist nú koma á daginn, ekki hefur verið greitt nema að hluta til úr sjóðunum og ég veit til þess að fólk hefur tapað nokkrum milljónum á þessum viðskiptum, enda hefur verið sagt að þessir peningar séu gulltryggðir, og það sem verra er að einn fór meira segja í annann fulltrúa til að kanna þetta og var staðfest að þessir peningar væru tryggðir. Svona er nú vitleysan ein, og svo eru stjórarnir jafnvel að strika út skuldir þessara fulltrúa, hver veit. Þetta er nú langt gengið. Sé nú bara ekki annað að þarna sé kominn rökstuddur grunum um eitthvað misjafnt og ætti að frysta eignir stjóranna hið fyrsta og greiða sjóðfélögum í topp.

misskilningur??

Vitiði að í dag getur fólk hreinlega engu trúað og það er öllum fyrir bestu þegar að einhver tengsl eru, af hvaða meiði sem er, hvort heldur sem er rannsókn eða einhver annar formáli, getur ENGINN tekið svona aðila trúanlegan, sorry, þið eru svo búnir að gera á ykkur að engu tali tekur.
mbl.is Björn Bjarnason: Ákveðinn misskilningur í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRR MÁ NÚ ALDEILIST FYRR VERA

Maður vill varla trúa því sem skrifað er hér í netheimum að fjármálaeftirlitið hafi með einu pennastriki þurrkað út skuldir valinkunnra einstaklinga sem eru undir vermdarvæng þeirra, vegna þess að þeir eiga að vera eitthvað hæfari en aðrir??? bíddu nú við, voru þessir aðilar ekki fyrrverandi stjórnendur í þeim bönkum sem komu okkur á kaldann klaka???hvað er verið að púkka upp á svona lyð???við gerum bara kröfu um að við sitjum við sama borð og þeir!! ó ég gleymdi, þeir eru jú orðnir persónulegir vinir þessir þar sem eftirlitið var alltaf með nefið niðri í þeirra koppi, eða voru þeir kannski aldrei þarna inni að skoða stöðuna, vegna vinatengsla og annarra vensla, ég skil. Það var kannski bara sagt við fjármálaeftirlitið að hérna væri allt í lagi, þeir þyrftu ekki að koma hérna. Og svo klikka þeir út með því að velja 2 einstaklinga til rannsókna sem hafa tengsl við þessar stofnanir, þetta er svo augljóst að hver viti borinn maður sér að þeir eru vanhæfir, út með þá. en aðal krafan er sú ef rétt reynist með pennastrikið, VIÐ VILJUM SITJA VIÐ SAMA BORÐ, TAKK.  ÞETTA ER HREYKSLI.

Afnám verðtryggingar!

Ég ætla að leyfa mér að leggja það til að sett verði lög um afnám verðtryggingar lána til húsnæðiskaupa og jafnframt að vaxtaprósenta verði innan siðsemismarka, eins og gerist í nágrannalöndum.  Auðvitað á að endurgreiða það sem fengið er að láni en fyrr má nú rota en dauðrota með svona endurgreiðslum í dag, margfalt miðað við nafnverð láns. Er nokkur furða þó ríkir verði ríkari! Þetta verður örugglega nauðsynlegt þegar verðbólgudraugurinn fer af stað.

Undarlegt!

Þó fyrr hefði verið, enda búnir að rýja margan manninn inn að skinni fjárhagslega og tími komin til að þessir menn fari í grjótið sem ótíndir glæpamenn.
mbl.is Geir: Herða beri viðurlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrræðaleysi?? tillaga

Nú er svo komið að fokið er í flest skjól þannig að fátt er til úrræða. Manni hefur nú skiilist að þessir ágætu bankastjórar með háu launin og kaupréttarsamningana og eftirlaunaréttindi hins best, hafi þessi kjör vegna ábyrgðar sinnar. þá er spurt, hvar er ábyrgðin núna?? Við vitum vel að á undanförnum árum hafa horfið hundruðir milljóna í þessa aðila en þetta óréttlæti hefur aldrei átt rétt á sér í svona smáu samfélagi eða siðiðu þjóðfélagi, enda kemur berlega í ljós hversu brothætt þessi félögu í raun eru. Finnst bara að frysta skuli allar eigur þessara aðila sem komið hafa að eða eiga þátt í á einhvern hátt þessu hroðalegu hamförum bankana, þeir ættu að endurgreiða til baka. Ennfremur ætti að setja skattmann til höfuð þessum mönnum, en versta er að enginn er sennilega nógu hæfur til að takast á við svo stórt dæmi, við lifum í of fámennu samfélagi, en þetta ætti að eiga við alla framagosapotarana, en hugsanlega mætti afhenda þeim þetta aftur ef ekkert athugavert finnst. Mér er líka spurn, hvar eru þessir aðilar sem heimtuðu að íbúðalánsjóður yrði niðurlagður??? veit ekki betur en sjálfstæðismenn hafi verið þar afar framalega í flokki. Þessar háværu raddir þegja nú þunni hljóði, mega svo sannarlega skammast sín, enda kemur nú berlega í ljós hversu vel það kemur fólki að hann skuli vera starfandi ennþá. Já það kemur svo gríðarlega vel í ljós núna hversu vitlaust það hefur verið að einkavæða alla hluti, já hversu mikið skipbrot er þetta eiginlega fyrir stefnu sjálfstæðisflokksins???Ættu að segja af sér, N'ÚNA. Hef allatíð haldið því fram að allt sem snýr að allmannaheill skuli vera í ríkiseigu, sbr heilbrigðisþjónusta, orka,  hiti ofl. Það er það eina vitræna sem þjóðin á að stóla á. Ennfremur ætti að nota tækifærið og ríkisvæða kvótann, taka þetta af fáum útvöldum og færa þjóðinni þetta aftur, ekki þessum andsk,,, hvítflibbum sem gera ekkert annað en að arðræna okkur, þeirra endurgreiðslutími er kominn. Kvótinn skal og vera fastur hjá hverju sveitarfélagi sem getur svo ráðið hvern sem er til að veiða það sem þeim tilheyra. Með þessu væri kannski kominn vænlegri og lífvænlegri kostur til að vera landsbyggðarmaður.

Ísland var land þitt:(

Nýr texti við ísland er land þítt

Ísland var land mitt, ég aldrei því gleymi,
Ísland í gjaldþroti sekkur í sæ,
íslenskar krónur í banka ei geymi
við íslenska hagkerfið segi ég bæ,
Ísland á erfiðum tímum nú stendur
Íslenska stjórnin hún failar margfallt
Íslenski seðillinn er löngu brenndur
Ísland er landið sem tók af mér allt.

Höf. Ókunnur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband