26.11.2008 | 13:06
Í tilvistarkreppu fávísinnar
. Þessi reyfarakenndi farsi ríkisstjórnarinnar er alveg með ólíkindum slakur og ekki skrítið þó fólk treysti þessum aðilum ekkert lengur. Skrítið er hversu langur tími er liðin og ekkert t.d. bólar á ráðningu á erlendum sérfræðingum til að fara í saumana á bankamálunum. Hefur ríkisstjórnin eitthvað að óttast??? Hvað er það sem ekki má láta koma á yfirborðið?? Er verið að vernda eiginhagsmunapot stjórnmálamanna??? Það hefur allatíð verið lausnin hjá stjórnmálamönnum að setja allt í nefnd, jú þetta er auðvitað í nefnd til að kanna hvort setja eigi þetta í nefnd eða ekki. Síðan þessi svokallaði pakki fyrir fjölskyldurnar í landinu, hann er bara brandari, auðvitað hjálpar aðeins með barnabætur, en það jú bara hluti fólks þær bætur, en gerir í raun ekkert. Frysting lána fyrir húseigendur hjálpa lítið, afborganir verða ennþá verri þegar síðar verður greitt af lánunum. Frysting af lánum í erlendri mynt, en hvað um annað fólk??Hef sett niður nokkur atriði á blað sem væri gaman að fá svör við ef einhver veit betur en fávís þjóðfélagsþegn sem hér skrifar. Held að nú sé ráð á að gefa upp á nýtt í sambandi við kvótakerfið, við eigum ekki að láta þessa kvótakónga stjórna samfélaguppbyggingunni hér fyrir okkur. Setja ætti nú þegar neyðarlög sem taka þennan kvóta að þeim, já bara si svona eins auðveldlega og þeir fengu þetta upp í hendurnar. Ástæðan er jú, þetta er víst í eigu okkar íslendinga og á þessum tíma er sveitarfélögin sjá fram á verri tíð með minnkandi tekjum, á að úthluta þessum kvóta á ný til samfélagsins, (sveitarfélaga) sem síðan ráðstafa þessu til fólksins í þeim, ráða hverjir fá að veiða og eða leiga en aldrei verður hægt að selja kvótann, tekjur fyrir sveitarfélögin, og geta jafnvel orðið til atvinnutækifæra í sveitarfélaginu á ný. Nú þegar þörf er á að spara eru hérna nokkur atriði sem ríkistjórnin og aðrir hlutaðeigundur ættu að skoða, sem mér þykja kannski róttækar en er ekki þörf á slíku í dag??? Jú öll þurfum við að spara, líka ráðamenn. Það sem mér þykir afar skrítið, ekki bara í dag heldur um langa tíð er, því í ósköpunum eru menn að fá greitt, hvort heldur sem er í hlutafélögum eða á hinu háa alþingi, laun fyrir að sitja í nefndum og ráðum??? er þetta ekki hluti starfans sem þeir gegna fyrir okkur??? Jú þeir eru á launum sem alþingismenn og eiga ekkert með það að þiggja aukagreiðslur fyrir að sinna vinnunni sinni sem þingmenn, skítt hinsvegar með dreifbýlisstyrkinn. Simakostnað, frímerki, risnukostnaður, bifreiðahlunnindi og annarskonar kostnaður geta þeir bara greitt sjálfir, ekki eru þeir á neinum smánarlaunum, þeir geta alveg gert þetta eins og ég. Sama ætti að gilda um ráðuneyti sem gert er að spara, sbr ferðakostnað oþh. Ég get bara ómögulega séð til dæmis með ferðir menntamálaráðherra, að þörf hafi verið á 2 ferðum til kína með fríðu föruneyti, þó svo ég sé afar stoltur af handboltalandsliðinu, þá er bara ekkert sem segir að við eigum að greiða undir rassgatið að föruneytinu í 2 ferðir, Þorgerður taktu þig til og endurgreiddu aðra ferðina, held að þig hafið alveg nóg í ykkur og á og það er eflaust meir en margur hefur í dag. Ennfremur er furðulegt að ekki er vilji fyrir því á alþingi að settir séu á hátekjuskattar, ja er það ekki bara þannig að þetta mun snerta þetta ágæta fólk fyrir og jafnvel valda úlfúð hjá helstu styrktaraðilum stjórnmálaflokkana??? Því hefur t.d. verkalýðsforystan okkar aldrei talað fyrir slíkum hlutum??? Kemur þetta sér eitthvað illa hjá þeim??? Svo væri hægt að fara þá leið að breyta skattalögum með því að taka fyrir allar undanbragðaleiðir til lækkana á tekjusköttum hátekjumanna, sem eru óspart notaðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.