Kjósum í dag!!

Þá er komið að því, kosningar eina ferðina enn, að fá úr því skorið hvort breytinga sé þörf á stjórnarskrá eður ei.  Því verður ekki neitað að þörf sé á því en spurning undir hvaða  formerkjum þær séu gerðar, bara af því að það þarf eða breyta bara til að breyta?  Forstöðumaður ríkisstjórnar hefur verið eins og óþekkur krakki sem fær ekki sitt í gegn og hótanirnar eru hvarvetna um að þessu verði bara breytt, bara öðruvísi ef svo ber undir.  Ég held bara að enginn heilvita maður geti samþykkt þessar breytingar svona, hvernig er hægt að fá eitthvað heilrænt út úr þessu með 25 aðilum?ekki sjéns, og sjá hvernig menn ætla að færa landið afturábak með svona rugli, þetta mundu sennilegar rússar verða ánægðir með. Ég held jú að stjórnarskráin sé barn sinnar tíðar og við þurfum að færa hana á táningsaldurinn en ekki reyna að gera hana fullorðna í einu stökki, þá þurfum viið ennþá meiri breytingu heldur en lagt er upp með hér. Ef hér á einhverntímann að verða til önnur stjornarskrá en nú er, þurfa menn algjörlega að hætta þessum ans..... flokkapólítík og ræða þessi mál fyrir alvöru fyrir land og þjóð, hvernig þessum málum verði háttað í framtíð og hana nú, en sennilega er þetta full mikil bjartsýni:)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband